552 7711 dynamo@dynamo.is

Nýmiðlar

Nýmiðlar

Internetið var engin bóla eftir allt saman. Við framleiðum auglýsingar á netið, einsog vindurinn, og ráðleggjum með birtingar. Internetið er stórt, eðli málsins samkvæmt, og það er til þess að æra óstöðugan að ætla sér að vera á því öllu. Vörðum leiðina og látum svo vaða!

Samfélagsmiðlar

Ef fyrirtæki ætla að nota samfélagsmiðlana, verður að sinna þeim. Það þýðir ekki að opna síðu og svo allt í einu er síðasta færsla orðin þriggja mánaða gömul! En það þarf heldur ekki að ráða starfsmann til þess að vakta internetið allan daginn. Hver er tilgangurinn og hver er þörfin? Efni, ástundun, svörun. Það er galdurinn.