552 7711 dynamo@dynamo.is

Hönnun

Vörumerki og ásýnd fyrirtækja

Með skemmtilegri verkefnum sem hönnuður fær er hið ábyrgðarmikla verkefni að hanna merki, eða lógó, fyrir fyrirtæki eða vöru. Merki þarf að segja svo margt, án þess að virðast hafa nokkuð fyrir því. Ekki nokkuð! Ásýnd fyrirtækis, stemmningin og straumarnir sem það vill gefa frá sér, skiptir öllu máli.

Bókahönnun

Sambýli við hverja bókaútgáfuna á fætur annarri, árum saman, (en Bræðraborgarstígurinn virðist einhverra hluta vegna eitt helsta vígi bókaútgáfu á Íslandi) hefur dýpkað áhuga okkar á fallegum bókum. Að utan sem innan. (Og innihaldi, en við vorum ekki farin að tala um það). Við getum einnig aðstoðað við yfirlestur, ritstjórn og útgáfu yfirleitt.