Prent
Dagblöð
Við vinnum í alla miðla, en segjum bara alveg einsog er í hita og þunga dagsins: prentið er okkar uppáhald. Nú þegar stundum er sagt að prentið sé á undanhaldi, svörum við fullum hálsi: Prentið er hægt að nýta öllum til framdráttar, í samvinnu við klóka birtingasérfræðinga.
Nafnspjöld, umbúðir, nefndu það
Við höfum reynslu og ánægju af tímaritaútgáfu, vinnum með gleði upplýsingabæklinga, fréttabréf, matseðla, boðskort, nafnspjöld, nefndu það! Ekkert er of stórt og ekkert of smátt.







